1.11.2007 | 10:11
Þetta gengur ekki lengur
Enn eina ferðina eru stýrivextir hækkaðir. Á hvaða plánetu eru bankastjórar Seðlabankans og þeirra ráðgjafar staddir ? Það er alveg sama hvað þeir hækka þessa vexti þeir koma bara niður á þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem verst standa og mest skulda, en draga ekki úr einu né neinu í þenslu og neyslu.
Vilja menn virkilega stuðla að fjölda gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga. Það er allavega verið að murka lífið úr þessum aðilum smátt og smátt. Þessar úreltu aðferðir og það að stýrivextir hér á landi séu út úr öllu korti í samanburði við önnur lönd gengur ekki öllu lengur. Stefnan í peningamálum er fyrir löngu búin að bíða mikið skipbrot og krónan okkar að verða algjörlega ónýt.
Þeir sem eiga peninga og hafa aðstæður til og óheftan aðgang að fjármagni eru fyrir lifandis löngu hættir að "þurfa" að fjármagna sig á innlendum okurvöxtum. Þetta hefur því engin áhrif á þá. Við hins vegar hinir "aumu" almennu borgarar þessa lands erum upp á náð og miskunn okkar viðskiptabanka komin og þar er okkur ekki gert það auðvelt að komast út úr klyfjum vaxtaokursins.
Endurskoða þarf lög um Seðlabankann og skoða þarf hratt og vel og ekki bara skoða heldur gera eitthvað í því að ákveða hvort menn ætli að þrjóskast við að halda í gjaldmiðilinn eða taka upp evruna. Af umræðum síðustu vikna og missera að dæma get ég ekki séð annað en að rökin gegn því séu afar veik og ókostirnir fáir. Mér er slétt sama hvort það að taka upp evruna núna eða síðar breytir einhverju með "hugsanlega" aðild okkar einhvern tíma síðar að Evrópusambandinu.
Ég bara spyr. Hvaða rök hefur Seðlabankinn fyrir þessari hækkun nú þegar allar greiningadeildir bankanna, þar sem vinnur fólk sem kann sitt fag, höfðu spáð engum breytingum ? Og þessi hækkun nú er heldur engin smá hækkun.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rök þeirra eru að styrkja krónuna og veikja almenning........ég hef fengið nóg.
Solla Guðjóns, 1.11.2007 kl. 10:58
Alveg sammála þér. Og góð grein hjá þér á þinni síðu :)
Fréttahaukur, 1.11.2007 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.