Sameiginlegt forræði

Sameiginlegt forræði ætti að vera meginregla við skilnað sem og í öllum tilfellum þar sem því verður við komið.  Það að foreldrarnir búi í sitthvoru skólahverfinu getur ekki verið erfiðasta vandamálið og þarf ofur einfaldlega að leysa á farsælan máta eins og allt annað sem snýr að hagmunum barnsins.  Það eru nefnilega fyrst og fremst hagsmunir barnsins að eiga eðlileg og sem allra jöfnust samskipti við báða foreldra sína og sem betur fer er þróunin í þá átt að samið sé um sameiginlegt forræði.  Ef foreldrar búa í sama sveitarfélaginu sbr. Reykjavík þá sé ég ekki mikla ástæðu til þess að barnið þurfi að fara í 2 skóla.  Það foreldrið sem býr "fjær" skóla barnsins þarf bara einfaldlega að leggja ofurlítið meira á sig til þess að barnið getið verið með félögunum í skólanum.  Hins vegar þarf það ekki endilega að vera vandamál þó barnið gangi í 2 skóla t.d. á sitt hvorum hluta landsins ef búsetu foreldanna er þannig háttað.  Ljóst er þó að foreldrarnir þurfa að hlúa enn betur að þeim börnum sem við slíkt búa.  En það getur verið jafn mikill kostur og galli að barnið kynnist fleiri félögum og það þarf í raun ekki að vera neitt minna sjálfsagt að barnið segi vinunum að það sé í 2 skólum, en t.d. að það eigi 3-4 sett af öfum og ömmum, já eða hafi kynnst nýjum mökum foreldra sinna.  Málið er bara að þetta er nýleg umræða, en þörf, og full ástæða til að horfa á, jákvæðum augum.
mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst það ætti nú bara að hugsa um hagsmun barnsins fyrst og fremst.  Að ganga í tvo skóla hlýtur að vera hræðilega erfitt fyrir barn sem er að þroskast.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.8.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Fréttahaukur

Sammála því Nanna.  Enda bendi ég á að sé búseta foreldanna innan hæfilegrar fjarlægðar frá skóla barnsins þá ætti það að vera fyrsta val að barnið gangi í 1 skóla.  En það er líka mikilvægt fyrir barn sem er að þroskast að hafa jafnan aðgang að báðum foreldrum sínum og að eiga gott og innilegt samband við þau.  Það er varla hægt að ætlast til þess að skólakerfið komi í staðinn, ef þetta samband er ekki í góðu lagi.  Hagsmunir barnsins eiga að vera í fyrsta sæti.  Því er sameiginlegt forræði besti kosturinn.  Annars er verið að hugsa um hagsmuni annars foreldsins á kostnað hins.

Fréttahaukur, 24.8.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Ég held að ef foreldrar barnsins eru sáttir við þetta fyrirkomulag og vinna saman að því(þó svo þau séu skilin) að þá líði barninu vel.  Og þetta með þroskann að barn sem gengur í tvo skóla hlýtur að læra og þroskast mjög mikið á því, börn eru ótrúlega sterk og sérstaklega ef þau hafa sterka bakhjarla, þá amar ekki mikið að þeim.

En ef er óöryggi ja það býður hættunni heim.

góðar stundir 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áhugamaður um fréttir

Höfundur

Fréttahaukur
Fréttahaukur
Höfundur er áhugamaður um málefni líðandi stundar og finnur oft hjá sér löngun í að tjá sig um fréttir og blogg annarra um fréttirnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útsýni
  • Þingvellir
  • Vigelandsparken
  • Við herflugvöll
  • Jökulsárlónið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband