19.8.2007 | 17:29
Góðir tónleikar
Alltaf þurfum við Íslendingar að vera með eitthvað vanþakklæti.
Var eitthvað að því að Kaupþing héldi upp á 25 ára afmælið sitt með svona glæsilegum tónleikum ?
Hvað er að því að sumir tónlistarmenn séu ekki í sínu besta formi ? Eru ekki allir í misgóðu dagsformi ?
Ég horfði á þessa tónleika í dag í gegnum ruv.is þar sem ég er staddur erlendis. Var áður búinn að lesa neikvæða dóma fólks um tónleikana og horfði þess vegna á þá að gagnrýni. Ég var alls ekki svo óánægður. Stuðmenn voru ekki alveg þeir Stuðmenn sem við eigum að venjast, enda að prófa það að koma fram sem hálfgerð "technohljómsveit". Maður þarf bara að venjast svona öðruvísi flutningi á lögum sem maður þekkir og elskar, en ekki að skjóta í kaf að hljómsveitir reyni nýjar útfærslur á lögum sínum. Að mínu mati tókst Björgvini Halldórssyni hins vegar ekki nógu vel upp í því að rífa stemminguna upp og hann var kannski ekki að "fíla" þessa útgáfu sjálfur sem er náttúrulega "lélegt" af honum þar sem hann breytti heldur betur útsetningu lagsins árið 1994 (kíkið bara á tonlist.is og skoðið muninn).
Ég kann að meta það þegar það eru settir upp svona miklir stórtónleikar eins og voru á föstudagskvöld og eins í gærkvöldi. Aldrei of mikið af góðum tækifærum til að berja okkar frábæra tónlistarfólk augum.
Takk Kaupþing fyrir góða tónleika. Loksins fékk ég eitthvað fyrir þá yfirdráttarvexti sem ég hef greitt þeim gegnum tíðina :)
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála - ég mætti á þessa tónleika og fannst þeir æði og miklu betri heldur en þeir sem Landsbankinn bauð upp á daginn eftir- Bubbi náttúrulega alger snilld og Páll Óskar stóð sig vel sem kynnir - ja Stuðmenn voru auðvitað svolítið spes og við landinn kannski átt von á gömlu góðu lögunum, en þeir gerðu vel það sem þeir gerðu og ekkert hægt að setja út á það og unglingarnir virtust vera að fíla þá í botn, sungu og dönsuðu upp við sviðið, það vantaði ekki stemminguna þar, svo við hjónin bara dönsuðum með, þó svo við værum eitthvað reynsluríkari aldurslega séð
kveðja
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:19
Já þetta voru stórkostlegir tónleikar og það er allt í lagi að listamenn breyti til. Við megum ekki vera eigingjörn á þeirra verk. Núna í kvöld býðst landsmönnum gott tækifæri til að sjá Stuðmenn og skemmta sér með þeim þar sem þeir verða með fullskipað lið (að vísu nýjan gítarleikara í stað Þórðar) en á móti Valgeir Guðjónsson og Birgittu. Í kvöld er hinn árlegi "loka"dansleikur Stuðmanna í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Ég er viss um að það verður alveg þess virði að mæta þó svo að þeir nái vart að toppa þennan dansleik frá í fyrra, þegar þeir voru með alveg fullskipað lið og þar að auki Stefán Karl og Steinunni Ólínu sem sérstakan gestasöngvara í forföllum Birgittu. Þarna náðu Stuðmenn hámarkinu á ferlinum að mínu mati.
Fréttahaukur, 25.8.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.