27.10.2008 | 15:50
Hvaða eignir eiga bankarnir og hvað ekki?
Ég vildi gjarnan fá svör við spurningum um hverjir eiga ákveðin fyrirtæki. Hvað fluttist frá gömlu bönkunum yfir í nýju ríkisbankana ?
Hver er í dag eigandi að eftirtöldum fyrirtækjum: Eik fasteignafélagi, Lýsingu, SP-fjármögnun, Glitni fjármögnun, Intrum, Momentum, Reiknistofu bankanna, Valitor (Vísa Ísland), Borgun, Europay sem og þó nokkrum öðrum fjármálatengdum fyrirtækjum sem annast fjármálaþjónustu og/eða innheimtuþjónustu og voru að meira eða minna leyti í eigu "gömlu" bankanna.
Hvaða eignir og skuldir komu úr "gömlu" bönkunum yfir í þá "nýju" ? Hvernig er með húsnæðið þar sem bankarnir reka sín útibú og/eða höfuðstöðvar - Hvaða félög eiga þær eignir ?
Ef gömlu bankarnir eiga ofangreind fyrirtæki. Hvernig verður þá sölu á hlut þeirra háttað ? Hverjum gefst kostur á að kaupa og verður þetta til sölu fljótlega eða eftir að bankarnir fara endanlega í gjaldþrot og þá selt út úr þrotabúunum ?
Hvernig er með eignarhluta bankanna gömlu í allskonar fyrirtækjum út í atvinnulífinu ? Hver er staða þessarra fyrirtækja gagnvart sínum eigendum ?
Ísland leitar til Norðurlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 23:35
Askar Capital
Ég bendi mönnum á að lesa fréttir um ótrúlegar fjárfestingar fyrirtækja eins og Sjóvá sem átti íbúðaturn í Macau og Askar Capital þar sem Tryggvi Þór var einmitt framkvæmdastjóri áður en hann fór til Geirs. En Askar Capital á eitthvað af lúxusíbúðum í Hong Kong.
Mér er spurn hversu gáfulegar þessar fjárfestingar hafi verið og hvort menn hafi verið gjörsamlega búnir að missa sig í fjárfestinga- og útrásarfyllerí.
Tryggvi Þór er því ekkert hæfari en aðrir menn til að vera með efnahagsráðgjöf og heldur lítið hefur mér þótt koma frá honum frá því hann var ráðinn, sbr. yfirlýsingar hans um sterkt íslenskt bankakerfi fáum dögum fyrir bankahrunið.
Það kann að vera að manninum sé ætlað að taka við af Davíð sem seðlabankastjóri en því miður virðist ekki vera auðvelt að finna einstaklinga sem ekki hafa eitthvað fjármálasukk eða stór mistök í hagstjórn á samviskunni til að gegna mikilvægum embættum
Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 14:01
Í hvaða flokki þá ?
Nú er ég alveg hættur að skilja borgarpólitíkina. Fram að þessu var þessi sirkus þrátt fyrir að vera ansi skrautlegur á köflum, þó allavega skiljanlegur varðandi það hvaða flokkar ættu fulltrúa í borgarstjórninni. Eða það hélt ég.
Ég sé það á þessu að maður verður að taka sér góðan tíma í kjörklefanum næst þegar kosið er og lesa vel og rækilega fyrir hvaða flokka hver bókstafur stendur.
Þó ég sé með frekar lélegt skammtímaminni, þá man ég ekki betur en að F-listi stæði fyrir "Frjálslynda og óháða" eða jafnvel að bara væri minnst á "Frjálslynda" á kjörseðlinum við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ég man heldur ekki betur en að forystumenn Frjálslynda flokksins á landsvísu hafi talið sig eiga þó nokkuð í þessum F-lista í borginni á þessum tíma.
Nú afneitar flokkurinn Ólafi F borgarstjóra.
Nú geri ég þá einföldu kröfu til allra þeirra 15 sem teljast aðalmenn í borgarstjórn Reykjavíkur sem og allra varamanna þeirra sem þar eiga sæti, að þeir framvísi sínum flokksskírteinum svo það sé á hreinu fyrir hvaða stjórnmálaöfl hver og einn er að starfa.
Eru fleiri orðnir ringlaðir en ég ?
Neita að bera ábyrgð á borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 11:00
Pálsmessa
Því miður er ekki víst að þessi gamla vísa eigi vel við í dag. Vonandi er þá að hin gamla þjóðtrú í kringum þennan dag rætist ekki.
Ef heiðskýrt er og himinn klár,
á helga Pálusmessu,
mun þá verða mjög gott ár,
mark, skalt taka á þessu.
Fólki til huggunar sem trúir á þetta er rétt að benda á að fylgjast vel með veðri 2.febrúar sem er "kyndilmessa" en um þann dag eru til 2 vísur sem sérstaklega taka til veðurfars og spár um framhaldið. Gaman væri ef einhver myndi hvernig þær vísur eru og sendi mér.
http://www.almanak.hi.is/rim.html
Fólk haldi sig heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 12:07
Það er eitthvað mikið að Bandaríkjamönnum.
Hvert er heimurinn að fara ? Má ekkert lengur ? Verða skáldsögur bannaðar fyrir næstu jól ? Þarf að hætta framleiðslu Hollywoodmynda nema þær séu byggðar á sönnum atburðum ?
Var þetta heimildaritgerðarsamkeppni byggð á lífsreynslu þátttakanda ? Varla! Allavega var þarna um að ræða 6 ára barn og börn hafa mikið hugmyndaflug.
Það má líka lesa úr fréttinni að ritgerðin hafi ekki verið verðlaunin fyrir gæði heldur vegna þess að þetta átti að hafa gerst í Írak.
Hvaða fáránlega frétt kemur næst frá USA ?
Falsaði fráfall föður í ritgerðarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 11:58
Kominn tími til að sumir greiði fyrir óþarfa björgunarkostnað
Ég hef lengi haft ákveðnar skoðanir á því í hvaða tilfellum réttlætanlegt er að fólk greiði fyrir björgunarkostnað.
Í tilfelli fólksins sem núna bíður "fast" á Langjökli þá er það þó þannig að greinilega er kunnugt um fólkið og því ekkert nema sjálfsagt að koma því til bjargar um leið og kostur er.
Björgunarsveitirnar vinna mikið og þarft starf og björgunarsveitarmenn þurfa oft að leggja á ómælt erfiði og miklar hættur við leit að fólki eða til þess að sækja fólk sem lent hefur í vandræðum.
Stundum er það þannig að mikill fjöldi manna leggur af stað í leit að fólki sem ekkert er vitað hvar er niðurkomið og það oftast af þeim ástæðum að það fólk hefur ekki haft fyrir því að láta vita af sér eða er ekki með nauðsynleg fjarskiptatæki með sér. Sem betur fer er svo í mörgum tilfellum ekkert að og fólk bara kærulaust á ferð í sínum eigin heimi. Í svona tilfellum og svo mörgum öðrum er full ástæða til þess að láta fólk greiða einhvern lágmarks tilkostnað.
Mér sem og mörg öðrum svíður það sárt þegar peningum björgunarsveitanna er sóað í tilgangslausar ferðir eftir fólki sem hefur engja fyrirhyggju.
Það er því miður þannig að mjög oft er mikil þörf á því góða starfi sem björgunarsveitarmenn vinna, ekki síst þegar einhverjar veðurhamfarir eiga sér stað, slys verða á hálendinu eða annarsstaðar eða bjarga þarf verðmætum og koma í veg fyrir tjón. Þá er nauðsynlegt að sveitirnar séu bæði vel mannaðar og vel útbúnar tækjum. Og við þessar aðstæður er ekki ástæða til þess að "rukka" neinn enda oft erfitt að benda á einhvern einn frekar en annan sem ætti að bera kostnað.
Þó mætti alveg hugsa sér að láta "kærulausa" byggingaverktaka bera kostnað vegna þess tjóns sem lausir munir valda sem hirðuleysislega er svo alltof of gengið frá þegar veðurspá er slæm.
Við þekkjum eflaust öll dæmi um það sem við sjáum í sjónvarpi af óþarfa útköllum þar sem fólk sem sótt er þykir það jafnvel bara fyndið að hafa lent í því að tugir og hundruð manna hafi verið að leita að þeim. Það myndi taka af þeim "aulaglottið" að fá reikning fyrir kostnaði.
Ég sá á árinu viðtal við forsvarsmann björgunarsveitar sem sagði að "aldrei" kæmi til greina að rukka fyrir svona og þetta var einmitt í sama fréttatíma og fólkið sem sótt var hafði "hlegið" að þessu og þótt það gríðarlega skemmtilegt að láta leita að sér. - Það hefði kannski verið það ef hægt hefði verið að samhæfa þetta æfingu, en það var bara ekki svo. Og því miður kann svona fólk eins og það sem þarna var leitað að ekki að meta orð forsvarsmannsins á réttan hátt.
Styðjum björgunarsveitirnar í þeirra góða óeigingjarna starfi. En hugsum líka málin upp á nýtt og skoðum það í fullri alvöru hvort ekki sé stundum ástæða til að senda bakreikninga.
Gleðilegt ár kæru lesendur og vinir. Gangið hægt um gleðinnar dyr þessi áramót. Nú er virkilega þörf á því ef veðurspár standast.
11 bíða björgunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 16:24
Svona á að flytja Bohemian Rhapsody :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2007 | 15:51
Jólalag handa ykkur lesendur góðir
Kæru vinir nær og fjær. Mínar bestu jóla- og nýársóskir. Hafið það gott um jólin og áramótin og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr. Stress skilar okkur engu, en góða skapið, tillitssemin og umburðarlyndið kemur okkur þangað sem við viljum fara.
Hjálagt er fallegt jólalag með skemmtilegu myndbandi. Njótið vel.
http://www.youtube.com/watch?v=yOSZRfgamPw
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 04:32
Þjónustuleysi Hreyfils-Bæjarleiða
Ég má til með að láta í ljós mína skoðun á þjónustuleysi (allavega ekki þjónustu) starfsfólks Hreyfils-Bæjarleiða á skiptiborði þess félags. Tekið skal fram að þetta beinist ekki gagnvart einstökum bílstjórum.
Þannig var að ég var búinn að bíða í um 40 mínútur fyrir utan Players í Kópavogi og hringja allan þann tíma í Hreyfil þegar ég loks næ sambandi. Ég af kurteisi kynni mig og óska eftir bíl fyrir "mig" að Players og spyr hvað sé langt í hann. Konan á skiptiborðinu hreytir í mig að ég geti ekki pantað bílinn á mínu nafni en hún sé búinn að senda fullt af bílum þangað og ég verði bara að "húkka" þann næsta sem komi. Ég ítreka að "ég" sé að panta bílinn á "mínu" nafni og óski eftir honum handa mér. Stúlkan þrætir við mig og hafnar því að ég geti fengið bíl á mínu nafni og endar á að skella á mig.
Ég spyr. Ef ég panta bíl að heimili á mínu nafni. Má ég þá búast við því að nágranni minn taki bílinn þar sem ég get ekki átt tilkall til hans á mínu nafni ?
Hvers konar "djöf......" þjónusta er þetta ? Hvern "andsk...." á þetta að þýða ?
Hvaða munur er á því hvort ég panta bílinn að mínu heimili kl. 02:45 eða að Players kl. 04:15 ? Ef ég í báðum tilfellum gef upp mitt nafn og síma ?
Hvernig er hægt að standa á því að neita mér um þjónustuna á öðrum staðnum en ekki hinum ?
Ég hvet alla til að skipta við aðrar leigubílastöðvar en Hreyfil-Bæjarleiðir og mun ekki láta mitt eftir liggja í að segja mínu sögu af þessu. Tekið skal fram að ég var ekki drukkinn og er ekki drukkin við þessi skrif. Heldur ákvað að aka ekki sjálfur sökum þess að ég fékk mér eitt rauðvínsglas með mat í kvöld og leyfði mér þann munað að fá mér annað slíkt á Players undir yndislegu spili Buffsins. Þetta taldi ég ástæðu til þess að aka ekki sjálfur en guð minn góður. Hreyfill-Bæjarleiðir hvetur mig ekki til þess að fara út á lífið hér eftir.
Ef þetta kallast þjónusta hjá þessu fyrirtæki þá veit ég ekki hvað orðið þjónusta stendur fyrir. Forsvarsmenn Hreyfils-Bæjarleiða: Rekið nú þegar þessa konu sem svararði í símann aðfaranótt laugardagsins 15.des. ef þið viljið ekki tapa frekari viðskiptum.
Verði henni síðan "að góðu" að reyna að panta sér bíl ef henni dettur í hug að fara út að skemmta sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 15:34
Vinstri grænir og rekstur fyrirtækja
Svandís: REI stefndi í siðferðilegt og pólitískt skipbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar