Hrokinn í Ingibjörgu

Það er með ólíkindum hvað Ingibjörg Sólrún getur verið hrokafull í svörum og hversu lítils virði kjósendur eru í hennar augum.   Fræg eru orðin hennar í Háskólabíó á fundinum um daginn þegar hún lét út úr sér "þið eruð ekki þjóðin".   Áttaði hún sig ekki á því þá að þarna var húsfyllir og ríflega það auk þess sem nánast hvert einasta mannsbarn sat við sjónvarpsskjáina heima og horfði á og hlustaði á svör ráðamanna ?

Nú segir hún með hroka að hátekjuskattur sé bara táknrænn og að gagnrýni forystumanna verkalýðshreyfingarinnar sé ómakleg þar sem þeir gagnrýna að ráðist sé á almannatryggingakerfið.  Í Kastljósi í gærkvöldi upplýsti Steingrímur J. að um væri að ræða u.þ.b. 4. milljarða skerðingu á þann hóp sem fellur undir það kerfi og ég verð að segja eins og er að mér finnst það vera "blóðugt" eins og Steingrímur J. orðaði það sjálfur.   Ég sé ekki að það hefði breytt öllu hvort fjárlögin eru afgreidd með 170 eða 174 millj. halla.

En svo þegar kemur að orðinu hátekjuskattur þá er hann "bara táknrænn" eins og Ingibjörg orðar það.   Jú vissulega má segja það, en var það ekki nákvæmlega það sem þurfti fyrir þjóðina að ríkisstjórnin myndi einmitt setja á skatt sem væri fyrst og fremst táknrænn þó svo hann myndi ekki skilja mörgum milljörðum í ríkiskassann.

Ég var persónulega á móti þeim hátekjuskatti sem lagður var niður hér fyrir fáeinum árum.  Hann var ekki "hátekjuskattur" heldur var hann viðbótarskattur á allt dugmikið vinnandi fólk í landinu sem lagði eitthvað aukalega á sig til að fá meiri tekjur.  Viðmiðunarmörkin þar voru fáránlega neðarlega.

Hátekjuskattur nú - sem vel að merkja ætti ekki að þurfa að taka þingið nema 120 mínútur að samþykkja, sbr. hækkun á bifreiðagjöldum og áfengisgjaldi í gær - ætti að leggjast á allt það sem flokka má sem ofurlaun.

Hver eru ofurlaun ?

Nýlegt dæmi um laun nýju bankastjóranna í ríkisbönkunum fór nærri að vera við þau mörk - alla vega sýndist mér þá að hið opinbera viðmið væri að 1.750 þús. á mánuði væri í lagi en 1.950 þús. ekki.  Laun Páls hjá RÚV eru því svona við "efri mörkin"

Samkvæmt almennum könnunum og minni tilfinningu eru mörk virkilegra hátekna þó neðar eða í kringum 1 milljón til 1.200 þúsund. á mánuði.   Og það eru launin umfram þessa fjárhæð sem skattleggja á að mínu mati með hátekjuskatti.

Illt er að hafa ekki náð í tekjur frá árinu 2007 varðandi þennan skatt en þrátt fyrir að ofurlaunamenn hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingum upp á síðkastið þá voru launin fyrstu 9 mánuði ársins það ofboðslega há að skattur af þeim ætti að skila einhverju í ríkiskassann og alla vega væru fréttir, í kringum 1. ágúst 2009 um að einhver X fjöldi fólks hefði lendi í þessum skatti, jákvæðar fréttir fyrir fólkið í landinu.

Ég skora á þingmenn á Alþingi og fjárlaganefnd að samþykkja ekki Fjárlög næsta árs án þess að bæta við hátekjuskatti á ofurlaun.  Þó ekki væri nema til að sýna kjósendum örlitla virðingu.

Ingibjörg Sólrún hefur hins vegar sýnt það að hún veldur því ekki að vera í ríkisstjórn og það er verkefni kjósenda í næstu kosningum að gera henni það ljóst.


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér.

Þvílíkur hroki og þvílíkt yfirlæti enn og aftur !

Hún er sko búinn að sýna það og sanna að hún er ekki raunverulegur jafnaðarmaður, því hún hefur hvort eð er enga trú á jöfnuði og réttlæti !

Þessvegna er hún bara svona "T Á K N R Æ N N" jafnaðarmaður !

How low can you go Ingibjörg !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:07

2 identicon

Ekki man ég betur en að hún Ingibjörg Sólrún hafi talað um einhverja þrengingjar sem hún og hennar fjölskylda hafi gengið í gegnum.  Gott og vel, þess vegna ætti hún enn frekar að geta sett sig í spor venjulegs vinnandi fólks í landinu.  En það eru konur eins og hún sem eru svo hrokafullar, það rignir upp í nefið á þeim.  Þessar konur eru konum verstar,  talandi um jafnrétti og launajöfnuð.

Ætlið þið íslendingar virkilega láta þessa lýðskrumara leiða ykkur á galeiðuna...

Gerið Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni þetta ljóst í næstu kosningum.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áhugamaður um fréttir

Höfundur

Fréttahaukur
Fréttahaukur
Höfundur er áhugamaður um málefni líðandi stundar og finnur oft hjá sér löngun í að tjá sig um fréttir og blogg annarra um fréttirnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útsýni
  • Þingvellir
  • Vigelandsparken
  • Við herflugvöll
  • Jökulsárlónið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband