11.12.2008 | 10:44
Loðin svör að vanda
Þar kom að því sem allir vissu. Vandanum er velt beint á hinn almenna launþega í landinu. Og auðvitað geta ráðamenn ekki talað hreint út. Hver verður hækkunin á útsvarinu ? Ég er hræddur um að sú hækkun verði veruleg þar sem til stendur að fella niður aukaframlög í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Við hinn almenni borgari verðum að taka á okkur með beinum hætti vandræðagang og úrræðaleysi ráðamanna. Í tillögum ríkisstjórnar er ekki að finna eitt einast orð um sérstaka skattlagningu á ofurlaun. Enda má ekki skerða eitt einasta hár á höfði útrásarvíkinganna og annarra sem nutu góðs af svokölluðu góðæri undanfarið og tilfærslu á peningum sem ekki voru til og enginn hafði unnið fyrir.
Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.