Björgvin - segðu af þér nú þegar

Björgvin viðskiptaráðherra er búinn að hafa í það minnsta 2 gullin tækifæri til þess að segja af sér sem ráðherra og gera það þannig að hann geti komið standandi í fæturna út úr því.  Þessum tækifærum sem og öðrum sem hann hefur haft hefur hann glatað.

Ég hef sagt lengi og sagði t.d. strax að morgni þegar ljóst var að ríkið ætlaði að yfirtaka Glitni sem voru mikil mistök og illa undirbúin og vanhugsuð aðgerð, að Björgvin ætti að segja af sér strax.

Hann - ráðherra bankamála - vissi seinna en ég og flestir aðrir landsmenn um hvað fram hafði farið í Seðlabankanum nóttina á undan mánudeginum örlagaríka.  Auðvitað átti hann að segja þá þegar af sér.

Í dag fékk hann aftur tækifæri þegar Davíð kom fyrir þingnefnd og enn á ný (sem hafði svo sem komið fram áður) var ljóst að ráðherra bankamála hafði ekki hitt Davíð í heilt ár og þar að auki hafði formaður flokksins ekki upplýst ráðherra sinn í þessum málaflokki um hina alvarlegu stöðu sem landið stefndi í.  Það skiptir í þessu máli engu að Seðlabankinn heyri undir forsætisráðuneytið.  Það var verið að fjalla um alvarlega stöðu bankanna í landinu og þeir í það minnsta heyrðu undir ráðherra.  Eða er þetta kannski bara ráðuneyti "seðilgjalda" ?  (Minni á frétt frá 10.september á visir.is http://www.visir.is/article/20080910/FRETTIR01/4315776 )

Björgvin.  Ég skora á þig.  Segðu af þér áður en þessi vika er liðin.   Þú ert meiri maður fyrir vikið.  En ef ekki, þá mannleysa hin mesta.


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Nei, heyrðu mig góði! Þú mátt ekki leggja hann Björgvin svona í einelti. Þetta er afskaplega ungur og myndarlegur maður og vel máli farinn. Eitthvað annað en gamla rótin hann Davíð sem má muna sinn fífil fegri.

Jóhann G. Frímann, 5.12.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áhugamaður um fréttir

Höfundur

Fréttahaukur
Fréttahaukur
Höfundur er áhugamaður um málefni líðandi stundar og finnur oft hjá sér löngun í að tjá sig um fréttir og blogg annarra um fréttirnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útsýni
  • Þingvellir
  • Vigelandsparken
  • Við herflugvöll
  • Jökulsárlónið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband