Á hverjum bitnar þessi stýrivaxtahækkun ?

Nú á endanlega að gera út af við okkur einstaklinga í þessu landi sem ekki náðum að verða rík á tímum útrásar og "velmegunar".   Við sem ekki bjuggum til peninga úr engu heldur þurftum að fá venjuleg bankalán og yfirdrætti til að draga fram venjulegt líf í þessu landi, lendum æ ofan í æ í því að vextir eru hækkaðir óþyrmilega á okkar skuldir, þannig að upphaflegar greiðsluáætlanir riðlast gjörsamlega og við sökkvum dýpra í fenið.  Þetta er ekki fólkið sem er að færa fjármuni úr landi. Og svona lítur dæmið út á venjulegum íslenskum heimilum.

Í byrjun mánaðar kölluðu atvinnulífið, samtök launafólks og fleiri eftir verulegri vaxtalækkun sem væri það eina sem virkilega gæti komið hjólum atvinnulífsins í gang.   Svo kom smánarlega lítil lækkun loksins eða 3,5% í stað 7-8% lækkunar sem talin var eðlileg.   Þetta var samt jákvætt skref í rétta átt.   Hvað gerist svo í dag.  Allt í einu tekur Seðlabankinn sig til og ákveður á ný 6% vaxtahækkun og nú er allt í lagi að hækka strax en ekki bíða til 6.nóvember eins og áður hafði verið tilkynnt.

Þessi hækkun þýðir bara rothögg fyrir atvinnulífið í landinu.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áhugamaður um fréttir

Höfundur

Fréttahaukur
Fréttahaukur
Höfundur er áhugamaður um málefni líðandi stundar og finnur oft hjá sér löngun í að tjá sig um fréttir og blogg annarra um fréttirnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útsýni
  • Þingvellir
  • Vigelandsparken
  • Við herflugvöll
  • Jökulsárlónið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband