15.10.2008 | 23:35
Askar Capital
Ég bendi mönnum á að lesa fréttir um ótrúlegar fjárfestingar fyrirtækja eins og Sjóvá sem átti íbúðaturn í Macau og Askar Capital þar sem Tryggvi Þór var einmitt framkvæmdastjóri áður en hann fór til Geirs. En Askar Capital á eitthvað af lúxusíbúðum í Hong Kong.
Mér er spurn hversu gáfulegar þessar fjárfestingar hafi verið og hvort menn hafi verið gjörsamlega búnir að missa sig í fjárfestinga- og útrásarfyllerí.
Tryggvi Þór er því ekkert hæfari en aðrir menn til að vera með efnahagsráðgjöf og heldur lítið hefur mér þótt koma frá honum frá því hann var ráðinn, sbr. yfirlýsingar hans um sterkt íslenskt bankakerfi fáum dögum fyrir bankahrunið.
Það kann að vera að manninum sé ætlað að taka við af Davíð sem seðlabankastjóri en því miður virðist ekki vera auðvelt að finna einstaklinga sem ekki hafa eitthvað fjármálasukk eða stór mistök í hagstjórn á samviskunni til að gegna mikilvægum embættum
Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.