19.2.2008 | 14:01
Í hvaða flokki þá ?
Nú er ég alveg hættur að skilja borgarpólitíkina. Fram að þessu var þessi sirkus þrátt fyrir að vera ansi skrautlegur á köflum, þó allavega skiljanlegur varðandi það hvaða flokkar ættu fulltrúa í borgarstjórninni. Eða það hélt ég.
Ég sé það á þessu að maður verður að taka sér góðan tíma í kjörklefanum næst þegar kosið er og lesa vel og rækilega fyrir hvaða flokka hver bókstafur stendur.
Þó ég sé með frekar lélegt skammtímaminni, þá man ég ekki betur en að F-listi stæði fyrir "Frjálslynda og óháða" eða jafnvel að bara væri minnst á "Frjálslynda" á kjörseðlinum við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ég man heldur ekki betur en að forystumenn Frjálslynda flokksins á landsvísu hafi talið sig eiga þó nokkuð í þessum F-lista í borginni á þessum tíma.
Nú afneitar flokkurinn Ólafi F borgarstjóra.
Nú geri ég þá einföldu kröfu til allra þeirra 15 sem teljast aðalmenn í borgarstjórn Reykjavíkur sem og allra varamanna þeirra sem þar eiga sæti, að þeir framvísi sínum flokksskírteinum svo það sé á hreinu fyrir hvaða stjórnmálaöfl hver og einn er að starfa.
Eru fleiri orðnir ringlaðir en ég ?
Neita að bera ábyrgð á borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.