15.12.2007 | 04:32
Þjónustuleysi Hreyfils-Bæjarleiða
Ég má til með að láta í ljós mína skoðun á þjónustuleysi (allavega ekki þjónustu) starfsfólks Hreyfils-Bæjarleiða á skiptiborði þess félags. Tekið skal fram að þetta beinist ekki gagnvart einstökum bílstjórum.
Þannig var að ég var búinn að bíða í um 40 mínútur fyrir utan Players í Kópavogi og hringja allan þann tíma í Hreyfil þegar ég loks næ sambandi. Ég af kurteisi kynni mig og óska eftir bíl fyrir "mig" að Players og spyr hvað sé langt í hann. Konan á skiptiborðinu hreytir í mig að ég geti ekki pantað bílinn á mínu nafni en hún sé búinn að senda fullt af bílum þangað og ég verði bara að "húkka" þann næsta sem komi. Ég ítreka að "ég" sé að panta bílinn á "mínu" nafni og óski eftir honum handa mér. Stúlkan þrætir við mig og hafnar því að ég geti fengið bíl á mínu nafni og endar á að skella á mig.
Ég spyr. Ef ég panta bíl að heimili á mínu nafni. Má ég þá búast við því að nágranni minn taki bílinn þar sem ég get ekki átt tilkall til hans á mínu nafni ?
Hvers konar "djöf......" þjónusta er þetta ? Hvern "andsk...." á þetta að þýða ?
Hvaða munur er á því hvort ég panta bílinn að mínu heimili kl. 02:45 eða að Players kl. 04:15 ? Ef ég í báðum tilfellum gef upp mitt nafn og síma ?
Hvernig er hægt að standa á því að neita mér um þjónustuna á öðrum staðnum en ekki hinum ?
Ég hvet alla til að skipta við aðrar leigubílastöðvar en Hreyfil-Bæjarleiðir og mun ekki láta mitt eftir liggja í að segja mínu sögu af þessu. Tekið skal fram að ég var ekki drukkinn og er ekki drukkin við þessi skrif. Heldur ákvað að aka ekki sjálfur sökum þess að ég fékk mér eitt rauðvínsglas með mat í kvöld og leyfði mér þann munað að fá mér annað slíkt á Players undir yndislegu spili Buffsins. Þetta taldi ég ástæðu til þess að aka ekki sjálfur en guð minn góður. Hreyfill-Bæjarleiðir hvetur mig ekki til þess að fara út á lífið hér eftir.
Ef þetta kallast þjónusta hjá þessu fyrirtæki þá veit ég ekki hvað orðið þjónusta stendur fyrir. Forsvarsmenn Hreyfils-Bæjarleiða: Rekið nú þegar þessa konu sem svararði í símann aðfaranótt laugardagsins 15.des. ef þið viljið ekki tapa frekari viðskiptum.
Verði henni síðan "að góðu" að reyna að panta sér bíl ef henni dettur í hug að fara út að skemmta sér.
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.