Færsluflokkur: Bloggar
1.11.2007 | 10:11
Þetta gengur ekki lengur
Enn eina ferðina eru stýrivextir hækkaðir. Á hvaða plánetu eru bankastjórar Seðlabankans og þeirra ráðgjafar staddir ? Það er alveg sama hvað þeir hækka þessa vexti þeir koma bara niður á þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem verst standa og mest skulda, en draga ekki úr einu né neinu í þenslu og neyslu.
Vilja menn virkilega stuðla að fjölda gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga. Það er allavega verið að murka lífið úr þessum aðilum smátt og smátt. Þessar úreltu aðferðir og það að stýrivextir hér á landi séu út úr öllu korti í samanburði við önnur lönd gengur ekki öllu lengur. Stefnan í peningamálum er fyrir löngu búin að bíða mikið skipbrot og krónan okkar að verða algjörlega ónýt.
Þeir sem eiga peninga og hafa aðstæður til og óheftan aðgang að fjármagni eru fyrir lifandis löngu hættir að "þurfa" að fjármagna sig á innlendum okurvöxtum. Þetta hefur því engin áhrif á þá. Við hins vegar hinir "aumu" almennu borgarar þessa lands erum upp á náð og miskunn okkar viðskiptabanka komin og þar er okkur ekki gert það auðvelt að komast út úr klyfjum vaxtaokursins.
Endurskoða þarf lög um Seðlabankann og skoða þarf hratt og vel og ekki bara skoða heldur gera eitthvað í því að ákveða hvort menn ætli að þrjóskast við að halda í gjaldmiðilinn eða taka upp evruna. Af umræðum síðustu vikna og missera að dæma get ég ekki séð annað en að rökin gegn því séu afar veik og ókostirnir fáir. Mér er slétt sama hvort það að taka upp evruna núna eða síðar breytir einhverju með "hugsanlega" aðild okkar einhvern tíma síðar að Evrópusambandinu.
Ég bara spyr. Hvaða rök hefur Seðlabankinn fyrir þessari hækkun nú þegar allar greiningadeildir bankanna, þar sem vinnur fólk sem kann sitt fag, höfðu spáð engum breytingum ? Og þessi hækkun nú er heldur engin smá hækkun.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2007 | 17:52
Bubbi er góður
Ný plata væntanleg frá Bubba Morthens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 13:52
Aldrei of seint að ljúka námi
Alveg er það yndislegt og frábært að inn á milli neikvæðra frétta af fræga fólkinu skuli koma svona jákvæð og skemmtileg frétt um gítarleikarann Brian May sem vill nú svo skemmtilega til að ég hef haldið mikið upp á í yfir 30 ár. Það er alltaf jafnmikil unun að heyra gítarleik þess að snillings.
Nú spyr ég bara... hvenær kemur að því að við fáum að sjá Queen hér á Íslandi (og sjá og heyra hvernig söngvarinn Paul Rodgers fer með lögin þeirra) ?
Fréttin um Brian May sýnir og sannar það að það er aldrei of seint að ljúka námi sem fólk hefur byrjað á og aldrei of seint að ná sér í aukna menntun.
Brian May orðinn doktor í stjörnufræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 13:08
Sameiginlegt forræði
Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 17:29
Góðir tónleikar
Alltaf þurfum við Íslendingar að vera með eitthvað vanþakklæti.
Var eitthvað að því að Kaupþing héldi upp á 25 ára afmælið sitt með svona glæsilegum tónleikum ?
Hvað er að því að sumir tónlistarmenn séu ekki í sínu besta formi ? Eru ekki allir í misgóðu dagsformi ?
Ég horfði á þessa tónleika í dag í gegnum ruv.is þar sem ég er staddur erlendis. Var áður búinn að lesa neikvæða dóma fólks um tónleikana og horfði þess vegna á þá að gagnrýni. Ég var alls ekki svo óánægður. Stuðmenn voru ekki alveg þeir Stuðmenn sem við eigum að venjast, enda að prófa það að koma fram sem hálfgerð "technohljómsveit". Maður þarf bara að venjast svona öðruvísi flutningi á lögum sem maður þekkir og elskar, en ekki að skjóta í kaf að hljómsveitir reyni nýjar útfærslur á lögum sínum. Að mínu mati tókst Björgvini Halldórssyni hins vegar ekki nógu vel upp í því að rífa stemminguna upp og hann var kannski ekki að "fíla" þessa útgáfu sjálfur sem er náttúrulega "lélegt" af honum þar sem hann breytti heldur betur útsetningu lagsins árið 1994 (kíkið bara á tonlist.is og skoðið muninn).
Ég kann að meta það þegar það eru settir upp svona miklir stórtónleikar eins og voru á föstudagskvöld og eins í gærkvöldi. Aldrei of mikið af góðum tækifærum til að berja okkar frábæra tónlistarfólk augum.
Takk Kaupþing fyrir góða tónleika. Loksins fékk ég eitthvað fyrir þá yfirdráttarvexti sem ég hef greitt þeim gegnum tíðina :)
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 02:29
Grunsamlegt
Ég verð að játa það að frá því ég heyrði fréttina fyrst þá fannst mér hegðun foreldranna grunsamleg. Fyrir það fyrsta að skilja börnin eftir og líta óreglulega inn til þeirra. Þegar fólk er úti að borða þá er það ekki eins og jó jó að og frá matarborðinu. Síðan hafa öll ferðalög fólksins út um alla Evrópu verið afar sérkennileg og ekki hægt að sjá beinlínis hvaða gagn var að þeim.
Það er hræðilegt að gruna foreldra um svona verknað en því miður er það svo að dæmin sanna það að svona hefur gerst út í hinum stóra heimi oftar en einu sinni. Og þá gerast þeir sem sekir eru afar góðir leikarar. Reyndar hafa slíkir leikrænir tilburðir komið upp hér á landi þó það tengdist ekki morði á barni heldur á fullorðnu fólki.
Það er alltaf ólýsanlega skelfilegt þegar börn hverfa svona og hræðilegt þegar það tekur marga mánuði að upplýsa örlög einstaklings og koma böndum á sakborninga. Ég eins og mest öll heimsbyggðin óska þess að Madeleine finnist heil á húfi. En að mér setur beyg og ég óttast að sannleikurinn verði ófagur í þessu máli.
Telja að Madeleine hafi verið myrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 01:05
Hættuspil
Undanfarið heyrir maður oftar og oftar fréttir af því að ökumenn, einkum ungir ökumenn, reyni að stinga lögregluna af og sinni ekki stöðvunarmerkjum þeirra. Af þess hlýst gjarna ofsaakstur þar sem lífi og limum þeirra sem á leið ökumanna sem og lögreglunnar verða er stefnt í stórhættu. Það var því ekki spurning um hvort heldur hvenær að því kæmi að banaslys hlytist af.
Ég get persónulega ekki skilið hvað mönnum gengur til með því að ætla að stinga lögregluna af. Hvort sem menn eru á mótorhjólum eða bifreiðum. Hvert ætla þeir sem þetta reyna að komast ? Hefur einhverjum virkilega tekist að stinga af og láta sig hverfa ? Ég held varla. Við búum í litlu landi og þar að auki á eyju. Menn hljóta að nást fyrr en síðar.
Hitt er svo annað mál að þegar sektir voru hækkaðar þá sýnist mér að löggjafinn hafi farið offari í þeim hækkunum. Sektir fyrir að fara allt að 20 km upp fyrir hámarkshraða eru alltof háar. Og það byrja að sekta strax þegar farið er 5-6 km yfir hámarkshraða í stað í kringum 10 km áður er ekki til þess fallið að ná í ökuníðinga heldur er verið að pirra hinn almenna vegfaranda.
Lögreglan verður að gæta þess að ekki skapist auka hætta fyrir aðra vegfarendur þegar ákveðið er að veita ökutæki eftirför. Háskaakstur um götur bæja og borga með lögregluna á hælunum getur hæglega skapað enn meiri ofsaakstur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það hefur því verið rökrétt hjá lögreglumönnunum á suðurlandi að hætta beinni eftirför. Það dugði þó ekki til í þessu tilfelli að bjarga mannslífi.
Um leið og ég votta aðstandendum samúð mína þá vona ég að aðstandendur þess látna samþykki að þetta slys sé notað sem dæmi um hvaða afleiðingar það getur haft að sinni ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Stundum þarf alvarlega atburði til þess að fólk opni augun. Ég vona að ungir ökumenn sem og allir aðrir ökumenn hugsi sig vandlega um áður en menn reyna ofsaakstur til að sleppa við sektir. Því þó hraðasektir séu háar þá er lífið meira virði.
Banaslys á Laugarvatnsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 02:02
Upplýsingar um hæstu greiðendur gjalda
Bloggarar hafa inn á mbl.is viljandi eða óviljandi farið með rangt mál um eigin skattgreiðslur og athugasemdir um skattagreiðslur þessarra 20 hæstu í Reykjavíkurumdæmi.
Þarna er verið að tala um heildarskattgreiðslur, en ekki greiðslustöðu þessa ágæta fólks við ríkissjóð 1.ágúst. Stór hluti af þessum skattgreiðslum greiðist mánaðarlega með launagreiðslum og við sölu á verðbréfum sem og af vöxtum af bankainnstæðum. Það sem greiðist eftir á er skattur af hagnaði ýmis konar þar með talið hagnaði af sölu á hlutabréfa.
Fólk sem hefur verið að segja hvað það greiði í skatti ætti að taka sig til og endurskoða þær fjárhæðir og gefa okkur hinum upp réttar tölur en ekki bullfjárhæðir byggðar á því sem greiða þarf núna eftir á frá ágúst til desember. Það þarf nefnilega að taka með í reikninginn greidda staðgreiðslu á árinu bæði af launatekjum sem og af fjármagnstekjum.
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Áhugamaður um fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar